Laugardaginn 29. maí 2004 bauð HÍN upp á siglingu með Viðeyjarferjunni ehf. um Sundin í nágrenni Reykjavíkur. Farið var m.a. út að Lundey og lónað umhverfis eyna, siglt um Þerneyjarsund að Viðey og stigið á land og m.a. skoðaður fjörugróður. Þátttaka var mjög góð og mættu um 40 manns.
Fararstjórar og leiðbeinendur í ferðinni voru Árni Hjartarson jarðfræðingur á Orkustofnun, Konráð Þórisson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, Ólafur Einarsson fuglafræðingur hjá Fuglaverndarfélagi Íslands.
Kristín Svavarsdóttir tók myndirnar á síðunni sem teknar voru í ferðinni.
Hægt er að stækka hverja mynd með því að smella á myndina.

Konráð Þórisson, einn leiðbeinandanna að fræða þátttakendur.

Ólafur Einarsson fuglafræðingur veitir tilsögn.

Ferð um Sundin í maí 2004. Þátttakendur vinna við fuglalista.

Árni Hjartarson, einn leiðbeinanda í ferðinna að segja frá.

Áhugasamir þátttakendur að virða fyrir sér afrasktur úr gildru.

Leitað að lífi í sjónum!