Siglt um Sundin við Reykjavík í maí 2005

Laugardaginn 28. maí 2005 var velheppnuð ferð um Sundin við Reykjavík endurtekin frá árinu áður. HÍN bauð nú aftur upp á siglingu með Viðeyjarferjunni ehf. um Sundin og var m.a. siglt út að Lundey og lónað umhverfis eyna, siglt um Þerneyjarsund að Viðey og stigið á land og fjörulífið skoðað. Veðrið var gott og tæplega 40 manns mættu.

Fararstjórar og leiðbeinendur í ferðinni voru Árni Hjartarson jarðfræðingur á Orkustofnun, Konráð Þórisson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen ehf.

Kristín Svavarsdóttir tók myndirnar á síðunni sem teknar voru í ferðinni.
Hægt er að stækka hverja mynd með því að smella á myndina.