Heimasíða Hins íslenska náttúrufræðifélags opnuð

Kristín Svavarsdóttir formaður HÍN opnaði nýja heimasíðu félagsins með formlegum hætti mánudag 28. nóv. sl., í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans, að viðstöddu fjölmenni. 

Í ávarpsoðrum formannsins kom m.a. fram að uppsetning heimasíðu félli vel að meginmarkmiðum HÍN, þ.e. að miðla náttúrufræðilegu efni til almennings. Benti hún sérstaklega á leitarvél Náttúrufræðingsins á heimasíðunni í þessu sambandi.

Um 100 manns mættu á opnun heimasíðunnar, sem er afar góð mæting. Þess ber þó að geta að opnun heimasíðunnar fór fram skömmu áður en dr. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hélt fræðsluerindi á vegum HÍN þar sem hann fjallaði um sprengigos í vatni og jökli, ísbráðnun og upptök jökulhlaupa.