Nýir straumar – Fyrirlestrar í boði Forseta Íslands að þessu sinni í samvinnu við Háskóla Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans. Fyrirlesari er: WALLACE S. BROECKER, Prófessor við Kolumbíuháskóla í New York. Erindi hans kallast: “Glíman við loftslagsbreytingarnar” eða “Taming the Angry Beast of Climate Change” Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, Náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, föstudaginn 13. janúar kl. 17:15. Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Útdráttur
Það eru skiptar skoðanir á því hvernig bregðast skuli við aukningu koltvíoxíðs í andrúmslofti. Sumir leggja til að ekki verði gripið til kostnaðarsamra aðgerða fyrr en loftslag hafi klárlega hlýnað. Aðrið halda því fram að styrkur koltvíoxíðs muni líklega verða óbærilegur í framtíðinni þó að strax verði brugðist við aukningunni. Þess vegna megi ekki bíða með aðgerðir. Ég styð þá sem strax vilja grípa til aðgerða. Skoðanir mínar hafa mótast af því að loftslagslíkön spá mun minni loftslagsbreytingum en þeim sem stafa af breytingum á sporbaug jarðar, breytingum í straumakerfi hafsins og inngeislun sólar. En rannsóknir á fornveðurfari sýna að stórar breytingar hafa átt sér stað. Þetta bendir til að í loftslagslíkönin vanti afturvirk ferli og ferli sem magna upp loftslagsbreytingar. Þessi afturviku ferli og magnarar eru til staðar í náttúrinni í dag og í fortíðinni. Þess vegna er líklegra að loftslagslíkönin vanmeti frekar en ýki áhrif koltvíoxíðs eins og gagnrýnendur þeirra hafa haldið fram. Orkunotkun mannkyns mun halda áfram að aukast, vegna þess að orkan er ódýr, hún er næg og kol verður algengasta orkuformið. Ég tel að brottnám koltvíoxíðs úr andrúmslofti og binding djúpt í jörðu sé ein mikilvægasta leiðin til þess að stöðva styrkaukningu koltvíoxíðs í andrúmslofti. Sem betur fer lítur út fyrir að brottnám og bin ding sé tæknilega og efnahagslega möguleg. Spurningin er hvort mannkyn geti sameinast um þessar aðgerðir áður en styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti verður óbærilegur.
Wallace S. Broecker er Newberry prófessor í jarðefnafræði við Lamont-Doherty Earth Observatory, Geochemistry við háskólann í Columbia í New York. Hann er einn helsti sérfræðingur nútímans í rannsóknum á umhverfis- og loftslagsbreytingum jarðarinnar, en er sennilega frægastur fyrir kenningar sínar um færibandakerfi hafstrauma úthafanna og áhrif þess á veðurfar. Wallace S. Broeckers hefur einnig verið framarlega í flokki þeirra vísindamanna sem varað hafa við þeirri hættu sem stafar af aukningu gróðurhúsaloftegunda í andrúmslofinu. Broecker hefur skrifað fjölda vísindarita um rannsóknir sýnar, s.s. bækurnar “Chemical Equilibria in the Earth,” McGraw Hill, 1971, “Chemical Oceanography,” Harcourt Brace, 1974, “Tracers in the Sea,” Eldigio Press, 1982, og “How to Build a Habitable Planet,”