Stefnumót við Hjörleif sjötugan, laugardaginn 25. mars n.k.

Hið íslenska náttúrufræðifélag heldur ásamt 10 öðrum frjálsum félagasamtökum málþing til heiðurs Hjörleifi Guttormssyni í tilefni sjötugsafmælis hans á síðasta ári. Málþingið verður haldið laugardaginn 25. mars í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík og hefst það kl. 13:00.

Dagskrá (hægt er að nálgast dagskrána í pdf-skjali hér)
– birt með fyrirvara um breytingar
Kl. 13.00 Opnunarávarp
Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands.
Kl. 13.10 Fyrri hluti: Óbyggðir Íslands – nútíð og framtíð:
1. Óbyggðir Íslands. Árni Bragason forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar fjallar um þjóðgarða og verndarsvæði.
2. Bæði fugl og fiskur. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur bregður upp sýn á hálendisþjóðgarð.
3. Draumalandið Andri Snær Magnason fjallar um náttúruna andspænis
raunveruleikanum, Britney Spears andspænis Kárahnjúkavirkjun. Eða eitthvað
allt annað.

Kl. 14:45 – 15:15 Kaffihlé

Kl. 15:15 Síðari hluti: Alþjóðlegt samstarf og náttúruvernd á norðurslóðum.
1. Líffræðileg fjölbreytni og heimsskautasvæðin. Skúli Skúlason rektor í Hólaskóla.
2. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Háskóla Íslands, segir frá rannsóknum á borkjörnum úr Grænlandsjökli og fléttar saman við umræðu um loftslagsbreytingar af mannvöldum.
3. Veiðarfæri og sjálfbær nýting hafsins. Sigmar A. Steingrímsson Hafrannsóknarstofnun Íslands. Vistkerfi hafsbotnsins og verndun þeirra jafnt á Íslandsmiðum sem og á úthafinu.
Kl. 16:50 Hjörleifur Guttormsson ávarpar
Steingrímur Sigfússon alþingismaður ávarpar

Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis.

Til málþingsins boða:
Ferðafélag Íslands, Félag um vernd hálendis Austurlands, Fuglavernd, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Náttúruvaktin