Nýr ritstjóri Náttúrufræðingsins tekur við störfum

Á dögunum urðu þau tímamót í útgáfu Náttúrufræðingsins að nýr ritstjóri, Hrefna Berglind Ingólfsdóttir, tók við störfum.

Árið 1996 gerðu HÍN og Náttúrufræðistofnun Íslands með sér samning um umsjón með ritstjórn tímaritsins. Sá samningur rann út nú í haust árið 2006. Nýr samningur um umsjón með ritstjórn tímaritsins var gerður í kjölfarið við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Við það tækifæri urðu ritstjóraskipti auk þess sem ritstjóri flutti aðsetur sitt til Náttúrufræðistofu Kópavogs. Fráfarandi ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir, útgáfustjóri á Náttúrufræðistofnun Íslands, en hún hefur gegnt starfinu í tíu ár. Eru henni hér með færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf.