Náttúruminjasafn Íslands

Félagsmenn HÍN hafa líklega orðið varir við allnokkra umræðu að undanförnu í þjóðfélaginu um málefni Náttúruminjasafns Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í þessu sambandi sendi stjórn HÍN frá sér opið bréf til Alþingismanna, sem birt var í Morgunblaðinu 13. febrúar 2007, og ritari félagsins skrifaði grein í Morgunblaðið sem birtist á miðopnu 27. desember 2006.

Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram á Alþingi nú fyrir skömmu stjórnarfrumvarp um Náttúruminjasafn Íslands. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í menntamálanefnd Alþingis eftir 1. umræðu í þinginu 13.-14. nóvember s.l. Núverandi frumvarp er nær samhljóða frumvarpi sem lagt var fram á síðasta vorþingi (132. löggjafarþingi). Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags skilaði inn umsögnum til menntamálanefndar um bæði frumvörpin vorið 2006 hér og haustið 2006 hér.