Lög um Náttúruminjasafn Íslands samþykkt!

Lög um Náttúruminjasafn Íslands voru samþykkt á Alþingi 17. mars 2007 með 49 atkvæðum, en 14 þingmenn voru fjarstaddir. Þetta er merkur áfangi í starfsemi HÍN og full ástæða er til þess að fagna gildistöku laganna. Nú ríður á að ráðast hið fyrsta í vinnu sem snýr að stefnumótun og skipulagningu á starfsemi hins nýja safns. Þar verður að vanda vel til verks og kalla til HÍN og aðra hæfa aðila.