Hnattlægar umhverfisrannsóknir

Ráðstefna í samstarfi POURQUOI PAS? Franskt vor á Íslandi og Háskóla Íslands verður haldin þriðjudaginn 10. apríl kl. 15-17 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Meginfyrirlesarar eru vísindamenn í fremstu röð í umhverfisrannsóknum og spálíkanagerð, frá Frakklandi og Bretlandi. Að fyrirlestrum loknum verða pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesaranna, Helga Björnssonar jöklafræðings o.fl. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Fundarstjóri er Brynhildur Davíðsdóttir.

Sjá nánar:
http://hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1010103&name=frettasida