Gönguferð HÍN á Þríhnúkagíg

Það var bæði rok og rigning þegar hópur göngufólks hittist á Bláfjallaveginum í gærkvöldi. Þrátt fyrir óskemmtilegt veður (sjá myndir) ákváðu rúmlega 20 manns að ganga á Þríhnúkagíg undir öruggri leiðsögn Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings.

Ferðin var blaut en það var þó kátur hópur sem kom í bílana um hálftíu leytið eftir fræðandi ferð. Útsýninu yfir höfuðborgarsvæðið og Snæfellsnes sem lýst var fjálglega í leiðarlýsingunni fyrir ferðina misstum við alveg af – þetta kallar því á að fólk endurtaki gönguna í betra veðri síðar.

Myndir: Albert Þorbergsson.