GRÍPTU GÆSINA!

Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið mánudaginn 31. mars 2008 kl. 17:15 í stofu 132, Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Dr. Arnór Sigfússon, líffræðingur hjá verkfræðistofu VST, flytur erindi sem hann nefnir „Af gæsum“.

Erindi dr. Arnórs Sigfússonar, líffræðings:

Íslenskir gæsastofnar eru fimm, þar af þrír varpstofnar og tveir umferðarstofnar. Miklar breytingar hafa orðið á stofnum gæsa á norðurhveli jarðar frá því um miðja síðustu öld og hafa íslensku stofnarnir ekki farið varhluta af því og enn eru að eiga sér stað breytingar á þeim. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar breytingar og rannsóknir og vöktun á íslensku gæsastofnunum sem ætlað er að mæla breytingarnar.