Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags var haldinn laugardaginn 23. febrúar 2008 í Safnahúsinu, fundarsal Náttúrufræðistofu Kópavogs að Hamraborg 6a, Kópavogi. Ný stjórn var kosin fyrir tímabilið 2008–2009 og hana mynda: Kristín Svavarsdóttir, formaður, Esther Ruth Guðmundsdóttir, varaformaður, Hilmar J. Malmquist, ritari, Kristinn J. Albertsson, gjaldkeri, Droplaug Ólafsdóttir, meðstjórnandi, Helgi Guðmundsson, meðstjórnandi, og Friðgeir Grímsson, meðstjórnandi.
Á aðalfundi HÍN 23. febúrar sl. var Kristín Svavaradóttir endurkjörin sem formaður félagsins. Droplaug Ólafsdóttir, Helgi Guðmundsson og Kristinn J. Albertsson gáfu öll kost sér til endurkjörs og voru kosin í stjórn.
Helgi Torfason, varaformaður HÍN og fyrrum ritstjóri Náttúrufræðingsins með meiru, lýsti yfir að hann sæi sér ekki fært að halda áfram stjórnarsetu vegna stöðu sinnar sem forsvarsmaður Náttúruminjasafns Íslands. Dr. Friðgeir Grímsson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Íslands, var kjörin í stað Helga.
Kristín Svavarsdóttir, formaður, las skýrslu stjórnar fyrir árið 2007 og gerði grein fyrir því helsta í starfsemi félagsins.
Á aðalfundinum voru samþykktar þrjár ályktanir: