Í fótspor jarðfræðingsins dr. Walkers á Austurlandi

Hið íslenska náttúrufræðifélag í samstarfi við undirbúningshóp að Vísindasetri á Breiðdalsvík stendur fyrir fræðsluerindi mánudaginn 5. maí 2008 kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur og fyrrverandi ráðherra flytur erindi sem hann nefnir: Í fótspor jarðfræðingsins dr. Walkers á Austurlandi. Rannsóknir hans opnuðu nýjan heim fyrir lærða og leika.

Erindi Hjörleifs Guttormssonar.

Unnið er að stofnun Vísindaseturs á Breiðdalsvík í minningu Dr. George Walkers jarðfræðings sem kortlagði jarðfræði Austurlands á árunum 1955 til 1965. Hjörleifur mun í erindi sínu segja frá rannsóknum Dr. Walkers. Á undan erindi Hjörleifs mun fulltrúi undirbúningshópsins, Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur segja í nokkrum orðum frá fyrirhuguðu vísindasetri.