Mistök í prentsmiðju!

Félagsmenn fengu fyrir skömmu í hendurnar nýjasta Náttúrufræðinginn, 3.–4. hefti, 76. árg., 2008. Í ljós kom að hluti af upplagi tímaritsins var ranglega settur saman í prentsmiðjunni. Til dæmis voru sumar greinar tvíteknar, en aðrar vantaði alveg. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og eru þeir félagsmenn sem fengu gallað eintak vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hrefnu B. Ingólfsdóttur, ritstjóra Náttúrufræðingsins, sem mun senda nýtt eintak.

Sími Hrefnu ritstjóra er 570 0433 og netfangið er dreifing@hin.is