Áríðandi tilkynning um fræðslufundi HÍN

Fræðsluerindi HÍN hafa í hartnær sjö áratugi verið haldin í húsnæði Háskóla Íslands. Vegna nýlegra breytinga í gjaldtöku Háskólans fyrir húsnæði undir erindi félagsins sér stjórn HÍN sér ekki annað fært en að flytja fræðsluerindin í annað húsnæði. Frá og með janúar 2009 og þar til annað verður ákveðið verða fræðsluerindi Hins íslenska náttúrufræðifélags haldin í fyrirlestrarsal Menntaskólans við Sund að Gnoðarvogi 43.

Menntaskólinn við Sund hefur upp á að bjóða vel búinn fyrirlestrarsal sem rúmar um 100 manns. Skólinn er vel staðsettur og aðgengi þangað er greiðfært með almenningsvögnum og á einkabílum. Næg bílastæði eru við skólann og leggja má fyrir framan aðalinnganginn og aftan við skólann.

Erindi HÍN eru haldin síðasta mánudag hvers vetrarmánaðar (desember undanskilinn) og hefjast kl. 17:15.

Næstu erindi á árinu 2009:
Mánudagurinn 26. janúar. Lífríkiskreppur í Mývatni. Árni Einarsson.
Mánudagurinn 23. febrúar. Spendýr Ástralíu. Rannveig Magnúsdóttir
Mánudagurinn 30. mars. Jurtkenndar plöntur í jarðsögu Íslands. Friðgeir Grímsson.
Mánudagurinn 27. apríl. Tilkynnt síðar.

Nánari upplýsingar um einstök erindi og ágrip þeirra verða send félagsmönnum þegar nær líður.