Freysteinsvaka

20091030141215721538

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur Freysteinsvöku á Elliðavatni þann 7. nóvember 2009, kl:13:00 – 17:00. Umfjöllunarefnið verður náttúrufræðingurinn Freysteinn heitinn Sigurðsson og hin fjölbreytilegu áhugamál hans. Eins og flestir félagsmenn HÍN kannast líklega við gegndi Freysteinn formennsku fyrir félagið í 12 ár, frá 1990–2002.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hér má kynna sér dagskrá Freysteinsvöku.