Mánudaginn 28. desember 2009, kl. 13-16 verður 120 ára afmælis Hins íslenska náttúrufræðifélags fagnað í Bókasal Þjóðmenningahússins við Hverfisgötu. Yfirskrift fundarins er Náttúruminjasafn Íslands – hvernig safn viljum við eignast?, en eitt helsta baráttumál félagsins frá upphafi hefur verið að koma upp náttúruminjasafni fyrir þjóðina í Reykjavík.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með framsöguerindum valinkunnra manna og pallborðsumræður verða með þátttöku Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.
Auglýsingu með dagskrá afmælisfundarins má lesa hér.
Dagskrá afmælisfundarins er eftirfarandi:
Kl. 13:00 Kristín Svavarsdóttir, formaður HÍN.
Hið Íslenska náttúrufræðifélag 120 ára.
Kl. 13:20 Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfundur og náttúrufræðingur.
Íslandssafn – að sá, virða og uppskera.
Kl. 13:50 Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við HÍ.
Af samtíð og framtíð Náttúruminjasafns Íslands.
Kl. 14:10 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
Hvaða máli skiptir náttúruminjasafn fyrir ferðaþjónustuna?
Kl. 14:30 Kaffihlé
Kl. 15:00 Pallborðsumræður
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu
Eygló Friðriksdóttir, skólastjóri Sæmundarskóla
Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands
Jón G. Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
Hilmar J. Malmquist, ritari HÍN
Allir eru velkomnir!
Á síðasta aðalfundi HÍN sem haldinn var í Kópavogi laugardaginn 28. febrúar 2009 var samþykkt ályktun um Náttúruminjasafn Íslands sem má lesa hér.