Aðalfundur HÍN

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags laugardaginn 27. febrúar 2010 kl. 14:00 í Safnahúsinu, fundarsal Náttúrufræðistofu Kópavogs að Hamraborg 6a, Kópavogi.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar HÍN fyrir árið 2009.
3. Reikningar HÍN fyrir árið 2009.
4. Skýrslur fulltrúa HÍN í opinberum nefndum fyrir árið 2009.
5. Tillögur til ályktunar.
6. Kjör formanns, stjórnarmanna og embættismanna félagsins.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.

Ljóst er að töluverð endurnýjun mun verða á stjórn félagsins í kjölfar aðalfundarins. Kristín Svavarsdóttir, sem gegnt hefur formennsku í átta ár, mun láta af störfum og einnig hafa tilkynnt brotthvarf úr stjórn þau Droplaug Ólafsdóttir, sem starfað hefur fyrir félagið í átta ár, og Helgi Guðmundsson sem þjónað hefur félaginu hátt í tvo áratugi. Þremenningunum eru færðar bestu þakkir fyrir dygga þjónusta í þágu félagsins.

Kaffiveitingar verða í boði. Allir eru velkomnir!