Grænavatnsganga: Aldarminning Sigurðar Þórarinssonar

20120103152513605587

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld. Á þessum degi ætlar HÍN og fleiri félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík.

Brottför verður með rútu frá skrifstofu Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 kl. 14, sunnudaginn 8. janúar. Fargjald í rútur er kr. 1000 og greiðist við brottför. Þeir sem fara á einkabílum greiða ekki gjald.

Dagskrá hefst kl. 15 við Grænavatn. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu landverndar.