Félagsmönnum HÍN býðst nú að kaupa bókina Thingvallavatn – A unique world evolving. A world heritage site, á einstkaleg góðu verði, eða aðeins 5000 kr. Þessi kjarakaup eru í boði bókaútgáfunnar Opnu ehf. og stendur fram á vor. Bókin er að stofni til ensk þýðing á bókinni Þingvallavatn – undraheimur í mótun sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002. Hér hefur hún verið endurskoðuð rækilega, nýju efni og rannsóknum bætt við ásamt ljósmyndum og skýringarmyndum og mjög ítarlega farið í ferli umsóknar Íslands að Þingvellir verði á náttúruminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ritstjórar ensku bókarinnar líkt og þeirrar íslensku eru Páll Hersteinsson og Pétur M. Jónasson.
Enska Þingvallabókin er kjörin gjöf handa vinum og vandamönnum í útlöndum. Í bókinni kynnist lesandinn m.a. menningarsögu Íslendinga og einstakri náttúru í þjóðgarðinum og Þingvallavatni.
Hægt er að nálgast bókina á skrifstofu Opnu ehf. í Skipholti 50b, 105 Reykjavík (sími: 578 9080). Einnig er hæt að fá bókina afhenta hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, Hamraborg 6a í Kópavogi (sími: 570 0430).