Aðalfundur HÍN!

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags laugardaginn 23. febrúar 2013 kl. 14:00 í Kórnum, fundarsal Náttúrufræðistofu Kópavogs, Hamraborg 6a, Kópavogi.

Dagskrá aðalfundar HÍN laugardaginn 23. febrúar n.k. er eftirfarandi:

1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar HÍN fyrir árið 2012.
3. Reikningar HÍN fyrir árið 2012.
4. Skýrslur fulltrúa HÍN í nefndum fyrir árið 2012.
5. Tillögur til ályktunar.
6. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.

Stjórn HÍN skipa eftirtaldir: Árni Hjartarson formaður, Esther Ruth Guðmundsdóttir varaformaður, Ester Ýr Jónsdóttir fræðslustjóri, Hafdís Hanna Ægisdóttir meðstjórnandi, Hilmar J. Malmquist ritari, Jóhann Þórsson félagsvörður og Kristinn J. Albertsson gjaldkeri. Esther Ruth gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn HÍN, en tveir stjórnarmenn sem eru að ljúka öðru starfsári sínu, þau Ester Ýr og Hilmar J. Malmquist, gefa kost á sér áfram.

Kaffiveitingar verða í boði.

Allir eru velkomnir!