Kúnstir náttúrunnar til sölu!

Út er komið veglegt tveggja diska albúm með söngvum og myndefni sem tengist Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi. Það eru gamlir vinir og velunnarar Sigurðar sem standa að útgáfunni ásamt félagasamtökum sem Sigurður starfaði í á sínum tíma, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Ferðafélag Íslands og Jöklarannsóknafélag Íslands.

geisladiskur

Ráðist var í útgáfu geisladiskanna um Sigurð í tilefni af hundrað ára afmæli Sigurðar, sem var í fyrra. Albúmið verður ekki í almennri sölu en félagsmönnum er boðið að eignast þennan góða grip á sanngjörnu verði, 4000 kr. Hafið samband við Árna Hjartarson (864 0486, ah@isor.is ), Hilmar J. Malmquist (570 0435, hilmar@natkop.is), Jóhann Þorsson (843 6626, jthorsson@gmail.com), eða netfangið hin@hin.is.

Um er að ræða tvo diska, CD og DVD, og myndskreyttan textabækling (47 síður). Á CD-diski eru 32 lög alls:

Söngvar af hljómplötunni Eins og gengur (14 talsins) sem Norræna félagið gaf út 1982.

Söngvar frá 60 ára afmælisdagskrá Ferðafél. Ísl. 1987 (9 talsins); dagskrá helguð Sigurði Þórarinssyni.

Söngvar sem hljóðritaðir voru í nóvember 2012 gagngert af þessu tilefni (9 stk.).

Á DVD-diski eru þrír þættir:

Vísindin efla alla dáð: Rauða skotthúfan. Heimildarmynd um vísindastörf Sigurðar frá 1994. Leikstjóri Ágúst Guðmundsson, höf. handrits og þulur Sigurður Steinþórsson.

“Svo endar hver sitt ævisvall” sjónvarpsþáttur frá 1982 um Bellman, með skýringum Sigurðar Þórarinssonar. Átta söngvar.

Sigurðar vísur Þórarinssonar. Söngvar úr sjónvarpsþætti 1992. Söngvarar; Ingveldur G. Ólafsdóttir, Bergþór Pálsson og Jóhann Sigurðsson. Handrit og leikstjórn Edda Þórarinsdóttir.