Samkeppni um einkennismerki Náttúruminjasafns Íslands

Náttúruminjasafn Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir Náttúruminjasafn Íslands.

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, miðvikudaginn 15. janúar 2014.

20131206132157279201

Náttúruminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði náttúrufræða og sinnir rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um náttúru landsins, náttúrusögu og nýtingu náttúrauðlinda. Viðfangsefnin eru fjölbreytt – jarðfræði og jarðsaga, myndun og mótun lands, efna- og eðlisþættir, fjölbreytileiki lífríkis allt frá smæstu örverum til stærstu dýra jarðar, og vistfræðilegt samspil.

Einkennismerkið skal endurspegla hlutverk Náttúruminjasafnsins og vísa til náttúru landsins í víðri merkingu, einkenna hennar og eða sérkenna. Yfir einkennismerkinu skal vera reisn og af því skal stafa virðing sem hæfir höfuðsafni. Merkið skal nýtast á margvíslegan hátt í kynningarefni, á skilti, prentað og rafrænt. Merkið þarf að vera áhugavert, einkennandi og auðvelt í notkun í öllum miðlum.

Veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. Samið verður sérstaklega við vinningsahafa um frekari útfærslu. Keppnin er öllum opin.

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, miðvikudaginn 15. janúar 2014.

Hönnunarmiðstöð Íslands heldur utan um samkeppnina. Ritari keppninnar er Haukur Már Hauksson. Fyrirspurnir þurfa að berast fyrir 1. desember 2013 á veffangið samkeppni@honnunarmidstod.is. Öllum spurningum verður svarað og svörin birt á vef Hönnunarmiðstöðvar 5. desember 2013.

Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðunum honnunarmidstod.is og nmsi.is.

 

20131206132202984336