Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags laugardaginn 22. febrúar 2014 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu, Reykjavík.
Fyrir dagskrá aðalfundar verður kynnt niðurstaða í samkeppni um einkennismerki Náttúruminjasafns Íslands og höfundi vinningstillögu veitt verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. Jafnframt verða kynntar á veggspjöldum þær 15 tillögur um einkennismerki sem flest atkvæði hlutu hjá dómnefnd. Athöfnin hefst kl. 14:00 og að loknu hléi þar sem veitingar verða bornar fram í Bogasal hefjast aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:
1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar HÍN fyrir árið 2013.
3. Reikningar HÍN fyrir árið 2013.
4. Skýrslur fulltrúa HÍN í nefndum fyrir árið 2013.
5. Tillögur til ályktunar.
6. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.
Stjórn HÍN skipa eftirtaldir: Árni Hjartarson formaður, Hafdís Hanna Ægisdóttir varaformaður, Ester Ýr Jónsdóttir fræðslustjóri, Hilmar J. Malmquist meðstjórnandi, Herdís Helga Schopka ritari, Jóhann Þórsson félagsvörður og Kristinn J. Albertsson gjaldkeri. Kristinn J. Albertsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn HÍN. Kjörtímabili Árna Hjartarsonar, Jóhanns Þórssonar og Hafdísar Hönnu Ægisdóttur er að ljúka en þau hafa gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins, allir eru velkomnir!