Innheimta árgjalds

20150122110259805248Árgjald 2014 hefur nýlega verið sent í heimabanka félagsmanna. Síðustu ár hefur sá háttur verið hafður á að innheimta félagsgjald eftir að öll fjögur hefti árgangs Náttúrufræðingsins hafa komið út. Það hafði í för með sér að sum árin, þegar hali kom á útgáfu Náttúrufræðingsins, var ekkert félagsgjald innheimt en önnur ár voru innheimt tvö árgjöld með einhverra mánaða millibili. Þetta hefur valdið félagsmönnum óþægindum, sérstaklega í ljósi þess að ekki er hægt að gera grein fyrir því hvaða ár er verið að inheimta fyrir í netbanka. HÍN hefur einsett sér að innheimta árgjald í upphafi hvers árs framvegis. Af því leiðir að óvenju stuttur tími líður á milli innheimtu á félagsgjöldum 2014 og 2015. Áætlað er að árgjald 2015 verði innheimt næsta sumar. Greiðsluseðlar eru ekki sendir með pósti nema þess sé sérstaklega óskað.

HÍN þakkar fyrir samfylgdina í gegnum tíðina og óskar félagsmönnum sínum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.