Ekkert fræðsluerindi síðasta mánudag febrúarmánaðar

Í tengslum við aðalfund HÍN sem fór fram í Þjóðminjasafninu laugardaginn 21. febrúar s.l. flutti Ólafur Arnalds, prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, fræðsluerindi febrúarmánaðar.
Við viljum því vekja athygli á að EKKI verður erindi n.k. mánudag eins og venja er. Næsta erindi verður mánudaginn 30. mars.