Fundur með umhverfis- og auðlindaráðherra

20150223135207974174Í seinnihluta janúar gengu fulltrúar HÍN á fund Sigrúnar Magnúsdóttur, nýskipaðs umhverfis- og auðlindaráðherra. Aðalumræðuefnið var málefni og staða Náttúruminjasafns. Ráðherrann, sem þekkir mjög vel til safnamála, lýsti sig hlynnta Náttúruminjasafni og rekstri þess eins og lýst er í safnalögum og einnig áhugasama um grunnsýningu um náttúru Íslands í Perlunni. Hún hvaðst mundi styðja málstað safnsins komi hann til umræðu innan ríkisstjórnarinnar.