
Stjórn HÍN árið 2015. Frá vinstri til hægri: Hilmar J. Malmquist, Árni Hjartarson, Jóhann Þórsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Kristján Jónasson, Bryndís Marteinsdóttir og Ester Ýr Jónsdóttir.
Aðalfundur HÍN var haldinn laugardaginn 21. febrúar 2015 í Þjóðminjasafni Íslands.
Í stjórn félagsins voru endurkjörnir tveir stjórnarmenn sem voru að ljúka öðru starfsári fyrir félagið, en það voru Ester Ýr Jónsdóttir lífefnafræðingur og Hilmar J. Malmquist líffræðingur. Kjörtímabil Herdísar Helgu Schopka rann einnig út á aðalfundinum en hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr stjórnarmaður var kjörin Bryndís Marteinsdóttir plöntuvistfræðingur. Hinir fjórir stjórnarmennirnir sem skipa stjórn HÍN sitja áfram næsta kjörtímabil, en það eru formaðurinn Árni Hjartarson jarðfræðingur, Hafdís Hanna Ægisdóttir plöntuvistfræðingur, Jóhann Þórsson líffræðingur og Kristján Jónasson jarðfræðingur.
Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar mun stjórnin skipta með sér verkum. Undir tenglinum Um félagið hér að ofan til vinstri má finna upplýsingar um núverandi stjórn HÍN.