Hlaðvarp HÍN

Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur í hyggju að hleypa af stokkunum hlaðvarpi um íslenska náttúrufræðinga.

Felagið hefur um árabil staðið fyrir fræðslu og viðburðum um náttúru Íslands enda eitt af markmiðum félagsins að efla vitund um íslenska náttúru. Á tímum Covid-19 höfum við í stjórn félagsins þurft að þreifa fyrir okkur með nýjar leiðir í fræðslu og miðlun og er fyrirhugað hlaðvarp skref í þá átt.

Hlaðvarpið ber nafnið Hinir íslensku náttúrufræðingar. Aðalmarkmið þess er að auka veg og virðingu náttúrufræðigreina og varpa ljósi á þau fjölbreyttu störf sem íslenskir náttúrufræðingar vinna, heima og erlendis. Að sjálfsögðu viljum við einnig vekja athygli á félaginu og starfsemi þess. Þannig langar okkur að laða yngra fólk aðfélaginu en um leið sýna breiddina í hópi náttúrufræðinga.

Þær Helena W Óladóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir eru umsjónarkonur hlaðvarpsins fyrir hönd HÍN. Helena situr í stjórn félagsins en hefur lengi starfað á vettvangi umhverfis- og menntamála og Hafdís Hanna er náttúrufræðingum að góðu kunn, m.a. fyrir þátttöku sína í leiðangri vísindakvenna á Suðurskautslandið fyrir skemmstu og störf sem forstöðumaður Landgræðsluskóla SÞ.

Helena Óladóttir, fræðslustjóri HÍN