Svíar hafa kosið sér þjóðarblóm

Á dögunum kusu Svíar bláklukku (Campanula rotundifolia) sem þjóðarblóm sitt. Það var Hið sænska grasafræðiifélag sem hélt utan um kosninguna en henni lauk á föstudaginn síðasta. Svíþjóð hefur í rúma öld haft svokölluð héraðsblóm og þau náðu nokkrum vinsældum fyrir einmitt 100 árum. Sænski hluti Lapplands hefur einmitt holtasóley (Dryas octopetala) sem sitt blóm!