Nýtt hefti Náttúrufræðingsins

Hið íslenska náttúrufræðifélag óskar félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir langþráða samveru og samstarf á árinu sem nú er að líða.

Nú ættu jafnframt allir að hafa fengið 3-4 hefti 92. árgangs tímaritsins Náttúrufræðingurinn inn um lúguna og því nóg að lesa yfir hátíðarnar. Meðal efnis er falleg ljósmyndasyrpa frá eldgosinu í Geldingardölum, fróðleg grein um erfðafræðina að baki litamynsturs á íslensku sauðfé og umfjöllun um magnaðan fuglamerkingamann.

Jafnframt er auglýsing á vefsetri tímaritsins sem mun fara í loftið snemma á næsta ári. Leiðari blaðsins að þessu sinni fjallar um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni og hversu brýnt sé að varðveita þá auðlind sem í henni felst.