Greinasafn eftir: hlinhalldorsdottir

Málþing HÍN og FÍN um skógrækt, loftslagsmál og lífríki Íslands

Hið íslenska náttúrufræðifélag heldur málþing í Öskju, í samstarfi við Félag íslenskra náttúrufræðinga, 30. nóvember nk. kl. 17-19.30. 

Málþingið ber yfirskriftina ,,Skógrækt, loftslagsmál og lífríki Íslands“ og er ókeypis og öllum opið.

Við höfum fengið gott fólk til framsögu og í pallborð. Skipulagðar verða almennar umræður um miðbik málþingsins og spurningum þaðan síðan varpað yfir í pallborðið. Mikilvægt er að þið góðir félagsmenn fjölmennið. 

Vinsamlega skráið þátttöku hér: Skráning á málþing HÍN og FÍN.

Öll velkomin!