Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 27. febrúar 2023 kl. 18:00. Fundurinn verður haldinn í Krummasölum í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og í streymi. Streymið má finna hér.
Dagskráin hefst kl. 17:00 með fræðsluerindi Sigurðar L. Thorlacius, umhverfisverkfræðings hjá Eflu. Erindið fjallar um hnignun lífbreytileika á jörðinni með því að skoða hlutfall á milli lífmassa lífveruhópa t.d villtra spendýra og spendýra sem maðurinn ræktar.
Aðgangur er öllum heimill og ókeypis en erindinu verður streymt HÉR. Viðburðurinn, ásamt útdrætti úr erindinu, verður auglýstur á Facebook síðu félagsins.
Aðalfundarstörf hefjast að erindi loknu, kl. 18:00.
Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:
7. grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir:
a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Kosin stjórn og tveir skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmaður til vara.
d. Önnur mál.
Í liðnum Önnur mál mun Margrét Rósa Jochumsdóttir, ritstjóri, kynna og opna vefrit Náttúrufræðingsins, tímarits Hins íslenska náttúrufræðifélags og Náttúruminjasafns Íslands.
You must be logged in to post a comment.