Greinasafn eftir: hlinhalldorsdottir

Fræðsluerindi: Áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur (MSc) hjá Eflu fjallar um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í víðu samhengi.

Landbúnaður hefur haft mikil áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og lífmassa lífvera á jörðinni. Matvælaframleiðsla er talin valda losun á fjórðungi gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. 


Í lok erindisins verður kynnt Matarspor, hugbúnaður sem stuðlar að vitundarvakningu um loftslagsáhrif matar.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en erindinu verður jafnframt streymt.

Hér má finna streymi á erindið.

Hér má finna hlekk á viðburðinn.

Hér má finna glærur Sigurðar frá erindinu á PDF formati.

Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 27. febrúar 2023 kl. 18:00. Fundurinn verður haldinn í Krummasölum í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og í streymi. Streymið má finna hér.

Dagskráin hefst kl. 17:00 með fræðsluerindi Sigurðar L. Thorlacius, umhverfisverkfræðings hjá Eflu. Erindið fjallar um hnignun lífbreytileika á jörðinni með því að skoða hlutfall á milli lífmassa lífveruhópa  t.d villtra spendýra og spendýra sem maðurinn ræktar. 

Aðgangur er öllum heimill og ókeypis en erindinu verður streymt HÉR. Viðburðurinn, ásamt útdrætti úr erindinu, verður auglýstur á Facebook síðu félagsins.

Aðalfundarstörf hefjast að erindi loknu, kl. 18:00.

Dagskrá aðalfundarins er eins og henni er lýst í lögum félagsins:

7. grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu.

b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.

c. Kosin stjórn og tveir skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmaður til vara.

d. Önnur mál.

Í liðnum Önnur mál mun Margrét Rósa Jochumsdóttir, ritstjóri, kynna og opna vefrit Náttúrufræðingsins, tímarits Hins íslenska náttúrufræðifélags og Náttúruminjasafns Íslands.

Nýtt hefti Náttúrufræðingsins

Hið íslenska náttúrufræðifélag óskar félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir langþráða samveru og samstarf á árinu sem nú er að líða.

Nú ættu jafnframt allir að hafa fengið 3-4 hefti 92. árgangs tímaritsins Náttúrufræðingurinn inn um lúguna og því nóg að lesa yfir hátíðarnar. Meðal efnis er falleg ljósmyndasyrpa frá eldgosinu í Geldingardölum, fróðleg grein um erfðafræðina að baki litamynsturs á íslensku sauðfé og umfjöllun um magnaðan fuglamerkingamann.

Jafnframt er auglýsing á vefsetri tímaritsins sem mun fara í loftið snemma á næsta ári. Leiðari blaðsins að þessu sinni fjallar um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni og hversu brýnt sé að varðveita þá auðlind sem í henni felst.

Heimsókn á aðventu

Þann 13. desember 2022 klukkan 17:00 mun Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands bjóða félögum og gestum þeirra að heimsækja nýtt sýningarhúsnæði Náttúruminjasafnsins á Seltjarnarnesi.
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ, mun taka á móti okkur og segja frá framtíðarhúsakynnum safnsins og HÍN býður upp á aðventuglögg og smákökur.

Hlökkum til að sjá ykkur, kæru félagar!