Hafa samband

Stjórnarmenn skipta með sér verkum og því er ágætt að senda fyrirspurn beint á þann sem hefur með efnið að gera. Hér fyrir neðan getur að líta helstu efnisflokka.

Reikningar og annað tengt

Gjaldkeri sér um allt tengt fjármálum félagsins en hann sækir sínar upplýsingar um heimilisföng til félagsvarðar. Sömuleiðis fær hann upplýsingar um hvort um sé að ræða nema eður ei úr félagsskránni sem er í höndum félagsvarðar. Þetta má því hafa í huga áður en haft er samband vegna erindisins.

gjaldkeri@hin.is eða felagsvordur@hin.is ef um málefni tengd félgsskránni er að ræða

Félagsskrá: Ganga í félagið – Breyta skráningu – Útsendingarlisti

Viltu ganga í félagið? Eða þarftu að breyta heimilisfangi? Ertu ekki lengur nemi eða ertu kannski kominn í nám? Þá er best að fylla út eyðublað sem finna má hér en allar fyrirspurnir í gegnum eyðublaðið berast beint til félagsvarðar sem sér um félagsskrána.

Félagsvörður tekur líka saman útsendingarlista bæði Náttúrufræðingsins og reikninga svo allar fyrirspurnir þeim tengdar skal senda á félagsvörð.

felagsvordur@hin.is

Náttúrufræðingurinn

Ritstjóri Náttúrufræðingsins tekur við öllum fyrirspurnum beint tengdum ritinu en ritstjóri fær heimilisföng félagsmanna frá félagsverði (sjá hér að ofan) svo óskir um breytingar á heimilisfangi eða áskrift er best að senda til félagsvarðar.

ritstjori@hin.is

Sjá nánar um Náttúrufræðinginn hér á heimasíðu Náttúruminjasafns Íslands.

Viðburðir á vegum félagsins

Allar fyrirspurnir tengdar viðburðum á vegum félagsins er best að senda á kynningar- og fræðslustjóra.

kynning@hin.is

Fréttabréf

Allar fyrirspurnir í tengslum við fréttabréf félagsins má senda á ritara sem sér um útgáfu þess nú árið 2020.

ritari@hin.is

Flóruvinir

Í forsvari fyrir Flóruvini eru þau Gróa Valgerður Ingimundardóttir, Pawel Wasowicz, Starri Heiðmarsson og Snorri Sigurðsson. Hafa má samband við hvert þeirra sem er í tengslum við starf Flóruvina.

Vefsíða

Allar tæknilegar athugasemdir eða spurningar vegna heimasíðu félagsins er best að senda beint á vefstjóra eða á ábyrgðarmann viðkomandi síðu eða síðuhluta. Upplýsingar um ábyrgðarmenn er að finna neðst á hverri síðu heimasíðunnar.

vefstjori@hin.is

Facebook-síða félagsins

Eins og stendur eru stjórnendur Facebook síðunnar þau Bryndís Marteinsdóttir, Ester Rut Unnsteinsdóttir, Snæbjörn Guðmundsson og Hilmar Malmquist.

Instagram og YouTube

Sem stendur er það enginn sem sinnir þessum samfélagsmiðlum á vegum HÍN. Ef það er einhver félagsmaður áhugasamur um að taka að sér annað hvorn miðilinn má hafa samband við ritara.

Fyrirspurnir utan við ofangreinda flokka

Til að hafa samband við alla stjórnarmeðlimi samtímis má senda tölvupóst á netfangið stjorn@hin.is en eins er hægt að sjá alla sem sitja í stjórn hér.



Ábyrgðarmaður síðuhluta: Ritari
Síðast uppfært: 27. maí 2021