Kræklingarækt á Íslandi

Kræklingarækt á Íslandi
Guðrún G. Þórarinsdóttir, Valdimar Ingi Gunnarsson og Björn Theódórsson
Bls: 63–69 1.–2. hefti 76. árg. 2007

SAMANTEKT
Kræklingur (Mytilus edulis) hefur lítið verið nýttur hérlendis. Áður fyrr var hann tíndur og notaður til beitu en lítið til manneldis. Hin síðari ár hefur færst í vöxt að menni fari á kræklingafjörur og tíni sér til matar. Tilraunaverkefni um kræklingarækt fóru fram 1973 og 1985–1987 en hin síðari ár hafa verið í gangi tilraunaræktanir á kræklingi víðsvegar um landið á vegum einkaaðila. Kræklingur hentar vel til ræktunar þar sem hann hefur tiltölulega einfaldan lífsferil og ýmsa aðra eiginleika sem auðvelda ræktun.

Ýmsar aðferðir eru notaðar við ræktun kræklings, en hérlendis hefur eingöngu verið ræktað á línum. Kræklingslirfurnar, sem koma úr frjóvguðum eggjum kræklingsins, setjast á safnara síðla sumars eða að hausti og hefur ásetan hér undantekningalaust verið góð. Vöxtur kræklings fyrsta veturinn er lítill sem enginn en hefst með aukinni fæðu og hita í sjó að vori. Kræklingurinn er annaðhvort ræktaður upp í markaðsstærð á lirfusöfnurunum eða skeljarnar losaðar af söfnurunum eftir fyrsta sumarið og stærðarflokkaðar og komið fyrir í netsokkum á ræktunarböndum til framhaldsræktunar. Ræktunartíminn er mislangur eftir staðsetningu ræktunar, en 2 til 3 ár hefur þurft til að kræklingur nái markaðsstærð (50 mm) hérlendis.

Ýmsar ásætur, bæði gróður og dýr, setjast á safnarana og ræktunarböndin og geta valdið þar tjóni. Algengustu ásætur í kræklingarækt hérlendis eru þari og hrúðurkarlar. Afræningjar eru einnig margir og eru krossfiskar og æðarfugl aðgangsharðastir í ræktuninni. Ýmsum aðferðum er beitt til að koma í veg fyrir skaða af völdum ásæta og afræningja.
SUMMARY
There has been little utilization of blue mussels in Iceland. Nevertheless, in earlier times they were gathered on the coast mostly for use as bait in line fishing and now there is a growing interest in gathering them for human consumption. Projects were carried out in 1973 and 1985–1987 to investigate the feasibility of hanging cultures of M. edulis in Iceland. In the last decade blue mussels have been grown experimentally in some places along the coastline of Iceland by private parties. Mussels are relatively easy to grow as they require no artificial food or hatcheries to produce seed. There are, however, several important biological factors that control, and effectively limit, the potential production in a farm or a region.

Many methods are used worldwide when growing mussels but in Iceland only suspended long-lines have been used. Following external fertilization the embryos differentiate quickly into free swimming larvae. In Iceland the larvae settle on collectors in late summer or early autumn and there has been high settlement intensity at all sites. The mussel growth in the first winter is little or none but increases in spring with increasing temperature and food availability. The mussels are either grown from settlement to market size on the seed collectors or they are “sleeved”. Sleeving is the operation by which juvenile or seed mussels are loaded into mesh sleeves. The seed is stripped from the collectors, declumped and graded into size classes. The sleeves are then attached to the longlines where the mussels grow until market size is reached. The time needed for mussels to reach market size can differ from one site to another. In Iceland the mussels need 2–3 years to attain market size (50 mm). The attachment to the product of unwanted organisms from the algal and faunal community, called fouling, can cause problems. Levels and types of fouling agents can vary greatly over short distances and between years. The most common fouling organisms in mussel culture in Iceland are epiphytic algae and barnacles. Predators can also cause problems and the main pests are eider ducks and seastars. Many different methods are used to try to prevent damage from these organisms.