Landnám birkis á Skeiðarársandi

Landnám birkis á Skeiðarársandi
Bryndís Marteinsdóttir, Kristín Svavarsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Bls: 123–129 2.–4. hefti 75. árg. 2007

ÁGRIP
Birki (Betula pubescens Ehrh.) á Skeiðarársandi? Er sandurinn ekki víðáttumikil, gróðurlaus sandauðn þar sem varla sést stingandi strá? Þetta á kannski við sumstaðar en á öðrum stöðum á sandinum hefur gróður aukist verulega síðustu áratugina og þar má nú finna birki. Hver veit nema innan hálfrar aldar verði a.m.k. hlutar Skeiðarársands vaxnir birkiskógi.