Lostætur landnemi
Guðrún G. Þórarinsdóttir, Magnús Freyr Ólafsson og Þórður Örn Kristjánsson
Bls: 34–40 1. hefti 75. árg. 2007
ÁGRIP
Neysla Íslendinga á skelfiski hefur verið sáralítil miðað við neyslu margra annarra þjóða en hefur þó aukist á undanförnum árum. Upp úr 1970 hófust veiðar á hörpudiski, árið 1995 á kúfskel og á undanförum árum hefur kræklingatínsla til matar aukist til muna og kræklingur jafnframt verið ræktaður hér við land. Á 20. öld barst hingað ný skeltegund, sandskel, sem þykir góð til matar en hefur þó fengið litla athygli. Sandskelin er víða mjög eftirsótt matvara, einkum á austurströnd Bandaríkjanna.