Náttúrustofa Suðurlands

Náttúrustofa Suðurlands

Ingvar Atli Sigurðsson

Bls: 135–136 2.–4. hefti 75. árg. 2007
Náttúrustofa Suðurlands var stofnuð árið 1996 og er rekin af Vestmannaeyjabæ samkvæmt samningi við umhverfisráðuneytið. Náttúrustofan er til húsa í Rannsókna- og fræðasetri Vestmannaeyja á Strandvegi 50 í Vestmannaeyjabæ en þar eru einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands; útibú Hafrannsóknastofnunarinnar; Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja; Rannsóknaþjónustan, Vestmannaeyjum; Matvælarannsóknir Íslands auk fyrirtækja sem ekki koma beint að rannsóknum eða fræðslu. Gott samstarf hefur verið á milli stofnana Rannsókna- og fræðasetursins undanfarin ár og samnýta þær ýmsa aðstöðu og búnað. Margrét Hjálmarsdóttir er ritari stofnana Rannsókna- og fræðasetursins.