Risaeðlur á ferð og flugi
Örnólfur Thorlacius
Bls: 49–62 1.–2. hefti 76. árg. 2007
ÁGRIP
Á nítjándu öld fóru menn víða að rekast á steingerð bein úr gríðarstórum landdýrum, og árið 1842 gaf þekktur enskur líffæra- og steingervingafræðingur, Sir Richard Owen, þeim fræðiheitið Dinosauria sem nánast útleggst „eðlurnar skelfilegu“. Á íslensku eru dýrin kölluð risaeðlur. Þessi stóru skriðdýr lifðu á landi, ólíkt ýmsum stórvöxnum skriðdýrum í sjó. Flugeðlurnar, sem margar voru líka næsta stórar, voru ekki heldur eiginlegar risaeðlur. Raunar risu risaeðlurnar ekki allar undir nafni. Hinar minnstu urðu víst ekki stærri en skógarþröstur.