Leiðbeiningar

Náttúrufræðingurinn birtir efni um öll svið náttúrufræða og má skipta því í sjö flokka.

Ritrýndar greinar;
(1) Rannsóknagreinar, (2) rannsóknaskýrslu, (3) yfirlitsgreinar um ákveðin svið.

Óritrýndar greinar.
(4) Greinargerð um náttúrufræðileg málefni, (5) gagnrýni og ritfregnir um náttúrufræðileg málefni, (6) eftirmæli um náttúrufræðinga, (7) aðsendar athugasemdir.

Almennt er óskað eftir því að greinar séu stuttar og hnitmiðaðar en nánari leiðbeiningar er að finna hér að neðan.

Handrit sendist til ritstjórans Álfheiðar Ingadóttur (ritstjori@hin.is), sem hefur aðsetur á Náttúruminjasafni Íslands, Brynjólfsgötu 5, 107 Reykjavík, alla virka daga milli kl. 9 og 16. Hægt er að ná í Álfheiðí síma 577 1802.

Hér má nálgast leiðbeiningar til höfunda á pdf-formi og leiðbeiningar fyrir ritrýna.