Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur boðið félgsmönnum upp á langar og stuttar fræðsluferðir í gegnum tíðina. Langa ferðin svokallaða var um alllangt árabil farin síðla í júlí og stóð yfir í nokkra daga. Á allra síðustu árum hafa vinsældir löngu ferðanna minnkað og við því hefur verið brugðist með því að bjóða upp á stuttar dagsferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og hafa þær verið vel sóttar.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr nokkrum ferðanna.
Siglt um sundin við Reykjavík í maí 2004
Siglt um Sundin við Reykjavík í maí 2005
Ferð í Grændal í júní 2005
Siglt um Sundin við Reykjavík í maí 2004
Laugardaginn 29. maí 2004 bauð HÍN upp á siglingu með Viðeyjarferjunni ehf. um Sundin í nágrenni Reykjavíkur. Farið var m.a. út að Lundey og lónað umhverfis eyna, siglt um Þerneyjarsund að Viðey og stigið á land og m.a. skoðaður fjörugróður. Þátttaka var mjög góð og mættu um 40 manns.
Fararstjórar og leiðbeinendur í ferðinni voru Árni Hjartarson jarðfræðingur á Orkustofnun, Konráð Þórisson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, Ólafur Einarsson fuglafræðingur hjá Fuglaverndarfélagi Íslands.
Kristín Svavarsdóttir tók myndirnar á síðunni sem teknar voru í ferðinni.
Hægt er að stækka hverja mynd með því að smella á myndina.
Siglt um Sundin við Reykjavík í maí 2005
Laugardaginn 28. maí 2005 var velheppnuð ferð um Sundin við Reykjavík endurtekin frá árinu áður. HÍN bauð nú aftur upp á siglingu með Viðeyjarferjunni ehf. um Sundin og var m.a. siglt út að Lundey og lónað umhverfis eyna, siglt um Þerneyjarsund að Viðey og stigið á land og fjörulífið skoðað. Veðrið var gott og tæplega 40 manns mættu.
Fararstjórar og leiðbeinendur í ferðinni voru Árni Hjartarson jarðfræðingur á Orkustofnun, Konráð Þórisson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen ehf.
Kristín Svavarsdóttir tók myndirnar á síðunni sem teknar voru í ferðinni.
Hægt er að stækka hverja mynd með því að smella á myndina.
Ferð í Grændal í júní 2005
Farið var í gönguferð í Grændal 23. júní 2005. Grændalur er einn þriggja dala sem liggja til norðurs úr Ölfusdal, skammt norðvestan við Hveragerði. Jarðhiti og gróður er óvenju fjölbreyttur í Grændal og er dalurinn á náttúruminjaskrá (nr. 752). Í nýju náttúruverndaráætluninni sem verið hefur til umfjöllunar á Alþingi er gerð tillaga af hálfu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar um að Grændalur og Reykjadalur, næsti dalur fyrir vestan Grændal, verði að friðlandi. Í forsendum fyrir tillögunni stendur m.a. að „Jarðhitasvæði í líkingu við Grændal eru sennilega ekki til í Evrópu utan Íslands og eitt fágætra slíkra svæða í heiminum.“
Góð þátttaka var í ferðinni og heppnaðist hún í alla staði mjög vel. Leiðangursstjórar voru tveir valinkunnir fræðimenn og þaulkunnugir svæðinu, þeir Eyþór Einarsson grasafræðingur og Helgi Torfason jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ábyrgðarmaður síðu: Fræðslustjóri
Síðast yfirfarið: 22. júní 2020