Fréttir fyrir félaga HÍN og aðra náttúruunnendur

Nýtt hefti Náttúrufræðingsins komið út
Út er komið 1.– 2. hefti Náttúrufræðingsins, 93. árgangs. Í heftinu er m.a. sagt frá landnámi plantna og framvindu í Surtsey síðustu 60 árin, sögu veggjalúsarinnar á Íslandi, bókinni Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta eftir Ragnar Stefánsson og nýjum rannsóknarniðurstöðum um íslenska melrakkann. Í blaðinu er einnig ljósmynda- og ljóðasería um Surtsey en í…
Lesa meira
Haustlitaferð á Þingvelli
Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til haustlitaferðar á Þingvelli 17. september. Ferðin verður undir handleiðslu Jóhannesar Bjarka Urbancic og áherslan verður á náttúruskoðun frekar en langar göngur. Við munum hittast á bílastæðinu við Krónuna á Bíldshöfða klukkan 10:30 og sameinast þar í bíla. Þau sem vilja mæta beint geta hitt okkur við þjónustumiðstöðina á Leirum á…
Lesa meira
Minningarorð
Frá er fallinn okkar kæri Hörður Kristinsson, stofnandi Flóruvina.
Hörður var mikill hugsjónamaður og grasafræðingur af lífi og sál. Grasafræðina hafði hann að ævistarfi, bæði í starfi sínu við Háskóla Íslands og hjá Náttúrufræðistofnun, en að auki eyddi hann ótöldum stundum af sínum frítíma við að sinna fræðunum á einn eða annan hátt. Auk þess…
Lesa meira
Nýr vefur Náttúrufræðingsins
Nú á dögunum fór í loftið nýr vefur Náttúrufræðingsins, natturufraedingurinn.is. Á vefnum má nálgast ný tölublöð tímaritsins ásamt öllum helstu upplýsingum um tímaritið þ.á.m. leiðbeiningar til höfunda. Það er von þeirra sem að vefnum standa að hann muni vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Útgáfa Náttúrufræðingsins hófst árið 1931 og hefur verið samfelld í…
Lesa meira
Náttúruverndarþing 2023
Laugardaginn næstkomandi, þann 29. apríl fer fram Náttúruverndarþing 2023. Þingið verður haldið í Árnesi en að því standa ýmis náttúruverndarsamtök, þ.á.m. Hið íslenska náttúrufræðifélag. Þema þingsins í ár er orkuskipti, náttúruvernd og loftslagsbreytingar. Þátttökugjald er 3.000 kr og er innifalið í því rútur til og frá Reykjavík, matur, aðstaða og skemmtun. Skráning fer fram hér.…
Lesa meira
Ný stjórn félagsins
Þann 27. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands. Að loknu áhugaverðu erindi Sigurðar Thorlacius um áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika var gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þar á meðal fór fram kjör stjórnar félagsins. Ný stjórn hefur nú skipt með sér verkum en hana skipa: Á sama tíma létu af…
Lesa meiraLoading…
Something went wrong. Please refresh the page and/or try again.





Endilega fylgist með starfinu í gegnum samfélagsmiðla!
Við erum virk á Facebook en við þurfum að dusta rykið af Instagram og Youtube rásum félagsins. Þar má þó nálgast áhugavert efni þó gamalt sé!
Vefstjóri 2023 – _____: Benedikt Traustason
Vefstjóri 2022 – 2023: Hlín Halldórsdóttir
Vefstjóri 2020 – 2022: Gróa Valgerður Ingimundardóttir