Fréttir fyrir félaga HÍN og aðra náttúruunnendur

Nýr vefur Náttúrufræðingsins

Nú á dögunum fór í loftið nýr vefur Náttúrufræðingsins, natturufraedingurinn.is. Á vefnum má nálgast ný tölublöð tímaritsins ásamt öllum helstu upplýsingum um tímaritið þ.á.m. leiðbeiningar til höfunda. Það er von þeirra sem að vefnum standa að hann muni vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Útgáfa Náttúrufræðingsins hófst árið 1931 og hefur verið samfelld í…

Lesa meira

Náttúruverndarþing 2023

Laugardaginn næstkomandi, þann 29. apríl fer fram Náttúruverndarþing 2023. Þingið verður haldið í Árnesi en að því standa ýmis náttúruverndarsamtök, þ.á.m. Hið íslenska náttúrufræðifélag. Þema þingsins í ár er orkuskipti, náttúruvernd og loftslagsbreytingar. Þátttökugjald er 3.000 kr og er innifalið í því rútur til og frá Reykjavík, matur, aðstaða og skemmtun. Skráning fer fram hér.…

Lesa meira

Ný stjórn félagsins

Þann 27. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands. Að loknu áhugaverðu erindi Sigurðar Thorlacius um áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika var gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þar á meðal fór fram kjör stjórnar félagsins. Ný stjórn hefur nú skipt með sér verkum en hana skipa: Á sama tíma létu af…

Lesa meira

Fræðsluerindi: Áhrif matvælaframleiðslu á líffræðilegan fjölbreytileika

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur (MSc) hjá Eflu fjallar um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í víðu samhengi. Landbúnaður hefur haft mikil áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og lífmassa lífvera á jörðinni. Matvælaframleiðsla er talin valda losun á fjórðungi gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.  Í lok erindisins verður kynnt Matarspor, hugbúnaður sem stuðlar að vitundarvakningu um loftslagsáhrif matar. Aðgangur er ókeypis og…

Lesa meira

Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudaginn 27. febrúar 2023 kl. 18:00. Fundurinn verður haldinn í Krummasölum í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og í streymi. Streymið má finna hér. Dagskráin hefst kl. 17:00 með fræðsluerindi Sigurðar L. Thorlacius, umhverfisverkfræðings hjá Eflu. Erindið fjallar um hnignun lífbreytileika á jörðinni með því að skoða hlutfall…

Lesa meira

Nýtt hefti Náttúrufræðingsins

Hið íslenska náttúrufræðifélag óskar félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir langþráða samveru og samstarf á árinu sem nú er að líða. Nú ættu jafnframt allir að hafa fengið 3-4 hefti 92. árgangs tímaritsins Náttúrufræðingurinn inn um lúguna og því nóg að lesa yfir hátíðarnar. Meðal efnis er…

Lesa meira

Loading…

Something went wrong. Please refresh the page and/or try again.



Endilega fylgist með starfinu í gegnum samfélagsmiðla!

Við erum virk á Facebook en við þurfum að dusta rykið af Instagram og Youtube rásum félagsins. Þar má þó nálgast áhugavert efni þó gamalt sé!

Vefstjóri 2023 – _____: Benedikt Traustason
Vefstjóri 2022 – 2023: Hlín Halldórsdóttir
Vefstjóri 2020 – 2022: Gróa Valgerður Ingimundardóttir