Einkennismerki félagsins

Einkennismerki HÍNÍ mars árið 1989 var efnt til samkeppni um einkennismerki Hins íslenska náttúrufræðifélags, í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Það voru 44 sem sendu inn tillögur en dómnefnd var skipuð Arnþóri Garðarssyni prófessor, Eggerti Péturssyni myndlistarmanni og Kristínu Þorkelsdóttur auglýsingateiknara. Það var samdóma álit nefndar að velja framlag Kristínar Arngrímsdóttur sem skýrði merkið með þeim hætti að þríhyrningurinn geti táknað fjall en sé líka tákn sköpunarinnar. Kímblöðin tvö séu tákn gróskunnar.

Sjá nánar í skýrslu stjórnar fyrir árið 1989, rituð af Þóru Ellen Þórhallsdóttur í Náttúrufræðinginn 1991 (61:71-75).