Ársskýrslur og ársreikningar

Í lögum félagsins kemur fram að greina eigi frá skýrslu stjórnar og endurskoðuðum ársreikningum á aðalfundi félagsins sem haldinn er í febrúar ár hvert. Hvort tveggja er síðan birt í fyrsta tölublaði Náttúrufræðingsins hins nýja starfsárs.

7. grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu.
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
c. Kosin stjórn og formenn faghópa, tveir skoðunarmenn reikninga og einn skoðunarmaður til vara.
d. Önnur mál.

Aðalfund skal boða félagsmönnum með bréfi eða tölvupósti með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum öðrum en þeim, er varða lagabreytingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst 2/3 hluta atkvæða . Tillögu til lagabreytinga má því aðeins taka til afgreiðslu á aðalfundi, að hún hafi borist félagsstjórn fyrir áramót og verið kynnt félagsmönnum í fundarboði. Þó má hvorki breyta ákvæðum 2. gr. né 10. gr.

8. grein. Félagið gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn, er félagsmenn fá ókeypis. Í honum skal hvert ár birta skýrslu um starfsemi og hag félagsins.

Aðrar ársskýrslur og reikninga er hægt að nálgast í 1. tölublaði hvers árgangs Náttúrufræðingsins á timarit.is


Ábyrgðarmaður síðuhluta: Ritari
Síðast uppfært: 1. mars 2021