Ferlaufungur Flóruvina

Fréttabréf flóruvina kom út á árunum 1998 – 2012. Það bar hið viðeigandi nafn Ferlaufungur, í höfuðið á samnefndri plöntu (sjá mynd). Fréttabréfið kom út eftir þörfum, einu sinni til tvisvar á ári nema 2001 og 2002. Hörður Kristinsson, stofnandi Flóruvina, gaf út Ferlaufung með dyggum stuðningi vinnustaðar síns, Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast lista yfir áður útkominna Ferlaufunga og pdf-skjöl þar sem við á.Ábyrgðarmaður síðuhluta: Gróa Valgerður Ingimundardóttir
Síðast uppfært: 28. júní 2023