Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað árið 1889 í þeim tilgangi félagsins að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu sem snertir náttúrufræði. Innganga í félagið er öllum heimil.
Lög Hins íslenska náttúrufræðifélags
Ársskýrslur og reikningar
Stjórn félagsins 2021
Formenn frá upphafi
Félagsgjöld
Einkennismerki félagsins
Myndir á síðunni
Félagsgjöld
Gerð aðildar | Ársgjald | Innifalið í ársgjaldi |
Einstaklingur | 5.800 | Áskrift að Náttúrufræðingnum |
Hjón | 6.500 | Áskrift að Náttúrufræðingnum (ein áskrift) |
Nemi | 4.000 | Áskrift að Náttúrufræðingnum |
Einkennismerki félagsins

Í mars árið 1989 var efnt til samkeppni um einkennismerki Hins íslenska náttúrufræðifélags, í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Það voru 44 sem sendu inn tillögur en dómnefnd var skipuð Arnþóri Garðarssyni prófessor, Eggerti Péturssyni myndlistarmanni og Kristínu Þorkelsdóttur auglýsingateiknara. Það var samdóma álit nefndar að velja framlag Kristínar Arngrímsdóttur sem skýrði merkið með þeim hætti að þríhyrningurinn geti táknað fjall en sé líka tákn sköpunarinnar. Kímblöðin tvö séu tákn gróskunnar.
Sjá nánar í skýrslu stjórnar fyrir árið 1989, rituð af Þóru Ellen Þórhallsdóttur í Náttúrufræðinginn 1991 (61:71-75).
Myndir á síðunni
Í nokkur ár voru það dýrateikningar úr verkinu Dýraríki Íslands eftir Benedikt Gröndal skáld, náttúrufræðing og fyrsta formann HÍN sem birtust efst á síðunni fyrstu árin. Teikningarnar vann Benedikt á árunum 1874-1905 en þær komu fyrst fyrir almenningssjónir 1975 þegar bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. prentaði viðhafnarútgáfu með teikningunum í tilefni af 150 ára afmæli Benedikts 6. október 1976. Formannsstarfi HÍN gegndi Benedikt á tímabilinu 1889-1900.
Teikningar Benedikts Gröndals
Ábyrgðarmaður síðu: Ritari
Síðast uppfært: 25. nóvember 2021