Um félagið

Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað árið 1889.

Tilgangur félagsins er að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu sem snertir náttúrufræði. Innganga í félagið er öllum heimil.

Á aðalfundi HÍN í febrúar 2015 var einstaklingsárgjald fyrir árið 2015 ákveðið kr. 5.800. Í því er fólgin m.a. áskrift að Náttúrufræðingnum. Hjónaárgjald er 6.500 kr. og nemandagjald 4.000 kr.

Verð á einu nýju tölublaði (tvöföldu hefti) Náttúrufræðingsins í lausasölu er 3,000 kr.

Fræðslufyrirlestrar um náttúrufræðileg efni eru fluttir mánaðarlega, frá september til apríl, að jafnaði síðasta mánudag hvers mánaðar. Fræðsluferðir til alhliða náttúruskoðunar eru farnar að sumarlagi.

Hið íslenska náttúrufræðifélag gefur út félagsbréf og dreifir til félagsmanna sinna.

Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags árið 2016

Lög Hins íslenska náttúrufræðifélags

Formenn frá upphafi

Dýrateikningar sem birtast efst á heimasíðunni eru úr verkinu Dýraríki Íslands eftir Benedikt Gröndal skáld, náttúrufræðing og fyrsta formann HÍN. Teikningarnar vann Benedikt á árunum 1874-1905 en þær komu fyrst fyrir almenningssjónir 1975 þegar bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. prentaði viðhafnarútgáfu með teikningunum í tilefni af 150 ára afmæli Benedikts 6. október 1976. Formannsstarfi HÍN gegndi Benedikt á tímabilinu 1889-1900.