Frumkvöðlar

Á allra síðustu árum hefur fjöldi menntaðra náttúrufræðinga á Íslandi aukist stórlega. Ekki þarf þó að fara langt aftur til að sjá allt aðrar aðstæður. Á fyrri hluta 20. aldar voru fræðimenn á sviði náttúruvísinda ekki margir og fáar stöður biðu þeirra ungu fræðinga sem sneru heim frá námi í erlendum háskólum. Lítil hefð var fyrir rannsóknum á flestum sviðum náttúrufræða og í hlut þessara kynslóða kom að leggja grunn að því fræðaumhverfi sem við þekkjum og teljum sjálfsagðan í dag. Líf og störf þessara frumkvöðla eru því samofin sögu náttúrufræðirannsókna á Íslandi.

Hér að neðan er að finna lista yfir náttúrufræðinga sem við höfum ákveðið að kalla frumkvöðla í náttúrufræðum á Íslandi. Á síðum Náttúrufræðingsins hafa birst greinar um þessa menn, ýmist minningarorð eða aldarminningar og ef smellt er á nafn er hægt að finna pdf skjöl viðkomandi greinar.

Árni Friðriksson, fiskifræðingur (1898-1966)
Áskell Löve, grasafræðingur (1916-1994)
Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur (1867-1940)
Eggert Ólafsson, náttúrufræðingur (1726-1768)
Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur (1909-1979)
Guðmundur G. Bárðarson, jarðfræðingur (1880-1933)
Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur (1909-1972)
Guðni Guðjónsson, grasafræðingur (1913-1948)
Helgi Jónsson, grasafræðingur (1867-1925)
Helgi Pjeturss, náttúrufræðingur og heimspekingur (1872-1949)
Hermann Einarsson, fiskifræðingur (1913-1966)
Ingimar Óskarsson, grasa- og skeldýrafræðingur (1892-1981)
Jakob H. Líndal, jarðvegsfræðingur (1880-1951)
Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur (1902-1961)
Jón Eyþórsson, veðurfræðingur (1895-1968)
Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur (1807-1845)
Magnús Björnsson, náttúrufræðingur (1885-1947)
Magnús Stephensen, – náttúrufræðingur (1762-1833)
Ólafur Davíðsson, grasafræðingur (1862-1902)
Pálmi Hannesson, rektor (1898-1957)
Sigurður H. Pétursson, gerlafræðingur (1907-1994)
Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur (1912-1983)
Sigurjón Rist, vatnafræðingur (1917-1994)
Steindór Steindórsson, grasafræðingur 1902 – 1997
Steinn Emilsson, jarðfræðingur (1893-1975)
Steinþór Sigurðsson, jarðfræðingur (1904-1947)
Stefán Stefánsson, grasafræðingur (1863-1921)
Sveinn Pálsson, náttúrufræðingur (1762-1840)
Tómas Tryggvason, jarðfræðingur (1907-1965)
Þorbjörn Sigurgeirsson, eðlisfræðingur (1917-1988)
Þorvaldur Thoroddsen, náttúrufræðingur (1855-1921)


Ábyrgðarmaður síðuhluta: Gróa Valgerður Ingimundardóttir
Síðast uppfært: 22. júní 2020