Frjótími grasa á Íslandi

Frjótími grasa á Íslandi
Margrét Hallsdóttir
Bls: 107–114 2.–4. hefti 75. árg. 2007
INNGANGUR
Fylgst er með frjókornum í lofti víða um heim, sums staðar árið um kring en annars staðar yfir vor- og sumarmánuðina eða þegar plöntur eru í blóma. Frjómælingar eiga sér ríflega hálfrar aldar sögu á Englandi, en þar hafa samfelldar mælingar verið stundaðar hvað lengst í Evrópu. Ástæður þess að menn hófu frjómælingar voru bæði áhugi á árstíðabundnum breytingum í náttúrunni og forvitni um áhrif frjókorna á heilsu manna. Á Norðurlöndum voru það Svíar sem riðu á vaðið vorið 1973, Finnar og Norðmenn hófu mælingar 1976 og Danir fylgdu í kjölfarið 1977. Íslendingar hófu síðan árvissar og samfelldar mælingar yfir allan frjótímann í Reykjavík árið 1988 en stakar mælingar voru reyndar gerðar við búveðurstöðina Hátún á Akureyri sumarið 1973.

Margt getur haft áhrif á dreifingu frjókorna vindfrævaðra plantna. Líklega er veðráttan stærsti áhrifavaldurinn. Hún hefur ekki einasta áhrif á þroska plantnanna heldur skiptir vindur, raki og hiti miklu máli þegar kemur að því að blómin opnist og frjóhnapparnir komi fram í dagsljósið, tilbúnir að dreifa frjókornum á frænin svo frjóvgun geti orðið og fræ þroskast. Víst er að fá sumur eru öðrum lík þegar frjótölur og heildarfrjómagn eins sumars er gert upp.

Gróðurfar á hverjum stað hefur áhrif á það hvaða frjókorn eru þar á sveimi. Ef mikið er um plöntur sem nýta sér vindinn við að dreifa frjókornum má búast við miklu magni frjókorna meðan á blómgun stendur. Hér á landi eru það helst birki og grastegundir sem eru vindfrævuð og eiga jafnframt stærstan þátt í heildarfrjófallinu á hverjum stað, þó svo að ösp, víðir, túnsúra, starir og tegundir af rósaætt (t.d. reynir) komi einnig nokkuð við sögu.

Hér á eftir er ætlunin að gera grasfrjóum sérstök skil (1. mynd). Þau eru allajafna um og yfir helmingur allra frjókorna sem mælast á einu sumri hér á landi og einnig er algengast að fólk hafi ofnæmi fyrir grasfrjóum. Það getur því verið mikilvægt þeim einstaklingum sem haldnir eru grasofnæmi að þekkja óvininn. Honum verður seint eða aldrei útrýmt og erfitt getur verið að forðast hann, enda grasfrjó svo smá að þau verða fyrst sýnileg þegar undir smásjá er komið.

Sagt verður frá nokkrum aðferðum við að skilgreina tímabilið sem grasfrjó eru í lofti og í framhaldi af því verður kannað hvort frjótíminn hafi breyst á undanförnum árum. Þá verður gerð grein fyrir því hvenær á sumrinu búast má við hámarki grasfrjóa. Að lokum verður sagt frá nokkrum erlendum tilraunum sem miða að því að spá fyrir um frjómagn sumarsins sem í hönd fer. En það er væntanlega næsta verkefni frjómælinga á Íslandi, hvort heldur verða daglegar spár eða fyrir frjótímann í heild, upphaf hans, lengd og hversu þungbær hann gæti orðið þeim sem haldnir eru ofnæmi fyrir grasfrjóum.
SUMMARY
Pollen monitoring started in Reykjavik, the capital of Iceland, in 1988, and in 1998 a new aerobiology station was established in Akureyri, in the northern part of the country. Poaceae is the most abundant pollen type in the air of the island. An evaluation of the characteristics and trends in the grass pollen season at the two places mentioned above is the subject of this study.

Since 1988 and 1998, two Burkard traps have been run from the beginning of May to the end of September, except for the last three years when the starting time was moved to mid-April because of warmer weather and consequently an earlier spring. Average daily pollen concentrations were assessed by scanning 12 transverse lines of the microscope slide, and referring the count of that area to 1 m3 of sampled air averaged over 24 hours.

Six different definitions of the pollen season were taken into consideration for the grass pollen data from Reykjavik and Akureyri (Table 1, Fig. 3 and 4). The definitions of Lejoly-Gabriel and Emberlin et al. are based on the narrowest period; the latter has a three day longer duration. These two periods last for 44 and 47 days respectively (from 9 July to 21 or 24 August in Reykjavik, and from 15 July 15 to 24 or 27 August in Akureyri. See Table 2). Definitions based on a threshold value of a pollen count of 8 and 10 give almost the same starting time as the definition 90% of the total annual count, hence in Reykjavík it starts at the turn of June–July and lasts until 26 or 30 August, while in Akureyri it starts in the first week of July and ends on 2 or 4 September with a season duration of 62 to 68 days. Lastly, a definition based on the continuity of grass pollen in the air states that the pollen season starts on the first of seven consecutive days with grass pollen counts and ends on the final day of the last seven consecutive days with grass pollen counts. This definition provides the widest period of the pollen season, with 93 days in Reykjavik and 99 in Akureyri, lasting from 7 and 8 June until 18 and 23 September respectively (Table 2, Fig. 3 and 4).

The pollen season in Reykjavík usually culminates at the end of July or beginning of August, but somewhat later in Akureyri, typically in the latter half of August (Table 3).

The average seasonal pollen index (SPI = annual total) is very similar at both locations: 1660 grass pollen grains per m3 in Akureyri, and 1600 in Reykjavik (when the year 1988 is excluded). The figure for Reykjavík rises to 1840 if the anomalous year 1988 is included, with its SPI of 5828. During the eight years that pollen monitoring has been carried out in Akureyri and throughout the last 14 years in Reykjavík, a trend towards a higher annual total is seen, and for Reykjavik this trend is significant (Fig. 5).

The day to day weather in Reykjavik and Akureyri is quite dissimilar. We have bright days in the south when northerly winds are blowing, and conversely, with prevailing southerly winds it is dry and warm in northern Iceland due to the Föhn effect. However, despite these climatic differences, the pollen season in both climate regions turns out to be rather similar, on an average annual basis. There is a difference of only a few days in the starting date of the season and usually it lasts somewhat longer in the north. The summer maximum is similar at both locations, but it appears on average a week later in the north.