Google Earth leiðbeiningar

Byrjið á að hlaða niður KML skrá frá Flóruvinum. Skrána má nálgast hér en þið veljið henni stað í tölvunni ykkar sem ykkur finnst henta, til dæmis möppu sem heitir „Flóruvinir“ á svæði þar sem þið geymið önnur skjöl.

Google Earth má annaðhvort hlaða niður og setja upp á tölvunni eða nota beint á netinu með því að slá inn slóðina: earth.google.com/web/.

1: Þegar þið eruð komin inn á Google Earth web, færið þá bendilinn yfir strikin þrjú efst til vinstri og veljið „projects“ (sjá næstu tvö skjáskot).

2. Þar veljið þið „open“ (sjá næsta skjáskot).

3. Veljið „Import KML file from computer“ (sjá næsta skjáskot). „KML file“ er þá skráin sem þið hafið hlaðið niður, þ.e. „Sumarátakið 2021“ sem er að finna þeirri möppu sem þið völduð fyrir skránna þegar þið hlóðuð henni niður (t.d. „Flóruvinir“). Þegar skráin hefur opnast þá sjáið þið alla 5×5 km reiti sem annaðhvort eru óskráðir með öllu eða grunsamlega vanskráðir. Við hvern reit er númer reitsins skráð í miðpunkti hans en hornreitir viðkomandi reits eru einnig sjáanlegir.


Ábyrgðarmaður síðuhluta: Pawel Wasowicz
Síðast uppfært: 18. maí 2021