Sumarátak Flóruvina 2021Kæru Flóruvinir! 

Nú styttist í alvöru sumar og ég er viss um að flest ykkar ætla að fara í a.m.k. nokkrar flóruferðir. Þess vegna langar mig að bjóða ykkur að vera með í Sumarátaki Flóruvina 2021. Átakið er nú haldið í fyrsta sinn og meginmarkmið þess er að bæta þekkingu okkar á útbreiðslu æðplantna á Íslandi. 

Eins og flest ykkar vita þá rekur Náttúrufræðistofnun Íslands plöntugagnagrunn sem varðveitir upplýsingar um útbreiðslu plantna á Íslandi. Í gegnum tíðina hafa safnast mikil gögn og var sú vinna upphaflega gerð í 10×10 km reitakerfi – meðal annars með aðstoð Flóruvina á sínum tíma. Nýlega hefur annað reitakerfi verið tekið í notkun sem er 5×5 km en frekari upplýsingar um það má finna hér

Í fyrra skoðuðum við hversu margir 5×5 km reitir eru enn þá óskráðir eða vanskráðir, þ.e. með 20 skráningar eða færri í gagnagrunni NÍ. Það kom í ljós að bæta þarf skráningar í 1.663 5×5 reitum, þar sem tegundafjöldi reyndist mun minni en búist má við eða þar sem ekki ein einasta plötutegund hefur verið skráð.

Að því sögðu langar okkur að bjóða ykkur, kæru Flóruvinir, að taka þátt í átaki við að skrá sem flesta óskráða 5×5 km reiti í sumar.  

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið okkur tölvupóst eða skilaboð í gegnum Messenger.  Við hlökkum til að sjá fréttir og myndir frá flóruferðum ykkar – það má birta þær á Facebooksíðu Flóruvina með myllumerki #SumarátakFlóruvina2021  

Stjórn Flóruvina


Aðferðir og vinnubrögð

Fyrstu skref er að opna skrá með 5×5 km reitunum í Google Earth en hér eru nánari leiðbeiningar hvernig skal standa að því. Eftir að þið hafið reitakerfið fyrir augunum eru eftirfarandi skref næst á dagsskrá:

  1. Best er að velja sér reit (eða reiti) og fara svo í flóruferðina.   
  2. Við skráningar á vettvangi er mikilvægt að skrá ekki á of stóru svæði í einu. Veljum nokkra ólíka staði innan reits og gerum tegundalista fyrir hvern og einn stað, gott að miða við að hvert svæði hafi ekki stærri en 500-1000 m radíus.
  3. Tökum titill til mismunandi búsvæða sem hægt er að finna innan reits og höldum skráningum í ólíkum búsvæðum aðskildum eins og kostur er! 
  4.  Ef um sjaldgæfar tegundir er að ræða, má alveg skila nánari upplýsingum um einstaka tegundir og láta fylgja með góð staðsetningargögn (nákvæm lýsing og helst GPS hnit).
  5. Skila inn gögnum í skráningarformið.

Reitnúmer og hornpunkta má skoða í forritinu Google Earth, hér er dæmi um það hvernig upplýsingarnar birtast á Google Earth.

Ábyrgðarmaður síðuhluta: Pawel Wasowicz
Síðast uppfært: 18. maí 2021