Heimasíða HÍN

Heimasíða félagsins fékk örlitla andlitslyftingu nú í lok mánaðarins og það er von mín að hún sé til bóta! Ég bið gesti okkar endilega um að hafa samband ef ske kynni að eitthvað virkar ekki sem skyldi eða ef þið hnjótið um einhverjar vitleysur á síðunni. Neðst á hverri síðu á að koma fram hver ber ábyrgð á efni viðkomandi síðu en ég vonast til að finna nokkra mismunandi ábyrgðarmenn fyrir mismunandi efnisflokka – það gengur þó hægt á tíma sumarleyfa en verður vonandi búið fyrir vetrarbyrjun. Annars er það undirrituð sem hefur vefstjórahlutverkið þetta árið og því má hafa samband við mig varðandi efni tengt síðunni.

Gróa Valgerður